Ór Ynglinga Sögu

Texte original en entier :
http://www.snerpa.is/net/snorri/yngl-sag.htm

Traduction en Anglais :
http://sunsite.berkeley.edu/OMACL/Heimskringla/index.html

Note : Le texte que j'ai retrouvé n'est pas en Islandais ancien, mais en Islandais dont la graphie a été modernisée. Il n'y a presque pas de différence entre les deux car l'ordre des mots est le même.
Mon texte donne par exemple :
Fjölnir sonr Yngvifreys réð þá fyrir Svíum ok Uppsalaauð. Hann var ríkr ok ársæll ok friðsæll. Þá var Frið-Fróði at Hleiðru.
 
 
 

11. Dauði Fjölnis konungs

Fjölnir sonur Yngvifreys réð þá fyrir Svíum og Uppsalaauð. Hann var ríkur og ársæll og friðsæll. Þá var Frið-Fróði að Hleiðru. Þeirra í millum var heimboð og vingan. Þá er Fjölnir fór til Fróða á Selund þá var þar fyrir búin mikil veisla og boðið til víða um lönd. 
 
 
 

Fróði átti mikinn húsabæ. Þar var gert ker mikið margra alna hátt og okað með stórum timburstokkum. Það stóð í undirskemmu en loft var yfir uppi og opið gólfþilið svo að þar var niður hellt leginum en kerið blandið fullt mjaðar. Þar var drykkur furðu sterkur. 
Um kveldið var Fjölni fylgt til herbergis í hið næsta loft og hans sveit með honum. 
 
 

Um nóttina gekk hann út í svalar að leita sér staðar. Var hann svefnær og dauðadrukkinn. En er hann snerist aftur til herbergis þá gekk hann fram eftir svölunum og til annarra loftdura og þar inn, missti þá fótum og féll í mjaðarkerið og týndist þar. 
 

Svo segir Þjóðólfur hinn hvinverski : 
 

Varð framgengt, 
þar er Fróði bjó, 
feigðarorð, 
er að Fjölni kom, 
og sikling 
svigðis geira 
vogr vindlaus 
um viða skyldi. 
 

 

La mort du roi Fjölnir

Fjölnir, le fils d'Yngvifreys, gouvernait alors les suédois et la fortune d'Upsall. Il était puissant et amenait l'année de bonne récolte ainsi que la paix. En ce temps-là il y avait Fróði le pacifiste à Hleiðra. Il y avait entre eux invitations et amitié. Lorsque Fjölnir alla chez Fróði au Seland (Sjáland), alors on prépara avant lui un grand festin, et il y eut des invitations dans beaucoup d'endroits dans le pays. 

Fróði possédait une grande demeure. Là fut faite une grande cuvette, haute de plusieurs aulnes. Cela se trouvait dans une remise du dessous, tandis qu'un grenier était au dessus et ouvert dans la cloison du plancher, de telle sorte que par là on versait vers le bas tout le liquide, une [cuvette pleine d'hydromel]. La boisson était incroyablement forte. Le soir on accompagna Fjölni à sa chambre dans le grenier à côté, et sa suite avec lui. 

Dans la nuit il sortit sur le balcon pour chercher un lieu (pour lui) [c-à-d. aller au toilettes]. Il était fou de sommeil et ivre mort. Mais lorsqu'il retourna (ensuite) vers la chambre, alors il alla le long du balcon et vers l'autre porte du grenier  et il entr(e/a) là, perd pied et tombe dans la cuvette d'hydromel et fût perdu là. (...) 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

12. Frá Sveigði 

Sveigðir tók ríki eftir föður sinn. Hann strengdi þess heit að leita Goðheims og Óðins hins gamla. Hann fór með tólfta mann víða um heiminn. Hann kom út í Tyrkland og í Svíþjóð hina miklu og hitti þar marga frændur sína og var í þeirri för fimm vetur. Þá kom hann aftur til Svíþjóðar. Dvaldist hann þá enn heima um hríð. Hann hafði fengið konu þá er Vana hét út í Vanaheimi. Var þeirra sonur Vanlandi. 
 
 
 

Sveigðir fór enn að leita Goðheims. Og í austanverðri Svíþjóð heitir bær mikill að Steini. 
Þar er steinn svo mikill sem stórt hús. Um kveldið eftir sólarfall þá er Sveigðir gekk frá drykkju til svefnbúrs sá hann til steinsins að dvergur sat undir steininum. Sveigðir og hans menn voru mjög drukknir og runnu til steinsins. Dvergurinn stóð í durum og kallaði á Sveigði, bað hann þar inn ganga ef hann vildi Óðin hitta. Sveigðir hljóp í steininn en steinninn laukst þegar aftur og kom Sveigðir aldrei út. 
 
 

Svo segir Þjóðólfur hinn hvinverski : 

En dagskjarr 
Durnis niðja 
salvörðuðr 
Sveigði vélti, 
þá er í stein 
hinn stórgeði 
Dulsa konr 
eftir dvergi hljóp, 
og salbjartr 
þeirra Sökmímis 
jötunbyggðr 
við jöfri gein. 
 

 

Sveigðir prit le pouvoir après son père. Il fit le serment de chercher le monde des dieux et Óðin le vieux. Il partit avec le 12ème homme [=ils furent 12 en tout] dans beaucoup d'endroits de par le monde. Il arriva en Turquie [= au delà de l'empire Byzantin de l'époque] et dans la Grande Suède [= Scythie] et rencontra là-bas ses nombreux parents et il fut dans ce voyage cinq hivers. Puis il revint en Suède. Il séjourna encore un moment à la maison. Il avait pris cette femme [pour épouse], qui s'appelait Vana, dans le pays des Vanes [ou Vanheim]. Leur fils s'appelait Vanland. 

Sveigðir s'en alla de nouveau chercher le pays des dieux. Et dans l'est de la Suède il y a une grande ferme qui s'appelle "Steinn". Il y a là un rocher aussi grosse qu'une grande maison. Le soir après le coucher du soleil, lorsque Sveigðir revint de la beuverie jusqu'aux dortoirs, il regarda vers la roche et vit un nain qui était assis au pied de celle-ci. Sveigðir et ses hommes étaient très ivres et ils coururent vers la pierre. Le nain se tenait à la porte [dans la roche] et appela Sveigðir, le priant d'entrer là s'il voulait rencontrer Odin. Sveigðir couru dans le rocher, mais ce dernier se referma aussitôt après, et Sveigðir n'en sortit jamais. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

13. Frá Vanlanda 

Vanlandi hét sonur Sveigðis er ríki tók eftir hann og réð fyrir Uppsalaauð. Hann var hermaður mikill og hann fór víða um lönd. Hann þá veturvist á Finnlandi með Snjá hinum gamla og fékk þar dóttur hans Drífu. En að vori fór hann á brott en Drífa var eftir og hét hann að koma aftur á þriggja vetra fresti, en hann kom eigi á tíu vetrum. 
 
 

Þá sendi Drífa eftir Huld seiðkonu en sendi Vísbur, son þeirra Vanlanda, til Svíþjóðar. 
Drífa keypti að Huld seiðkonu að hún skyldi síða Vanlanda til Finnlands eða deyða hann að öðrum kosti. 

En er seiður var framiður var Vanlandi að Uppsölum. Þá gerði hann fúsan að fara til Finnlands en vinir hans og ráðamenn bönnuðu honum og sögðu að vera mundi fjölkynngi Finna í fýsi hans. Þá gerðist honum svefnhöfugt og lagðist hann til svefns. En er hann hafði lítt sofnað kallaði hann og sagði að mara trað hann. Menn hans fóru til og vildu hjálpa honum en er þeir tóku uppi til höfuðsins þá trað hún fótleggina svo að nær brotnuðu. Þá tóku þeir til fótanna. Þá kafði hún höfuðið svo að þar dó hann. Svíar tóku lík hans og var hann brenndur við á þá er Skúta heitir. Þar voru settir bautasteinar hans. 

Svo segir Þjóðólfur : 

En á vit 
Vilja bróður 
vitta véttr 
Vanlanda kom. 
Þá tröllkund 
um troða skyldi 
líðs grím-Hildr 
ljóna bága, 
og sá brann 
á beði Skútu, 
menglötuðr, 
er mara kvaldi.


 Ce fut le fils de Sveigðir, Vanlandi, qui prit le pouvoir après lui et gouvernait la fortune d'Uppsala. Il était un grand guerrier, et il s'en alla dans de nombreux pays. Il accepta l'invitation de séjourner au Lappland durant l'hivers [car époque pour se reposer, pas pour aller en viking] chez Sjnár le vieux et il eut sa fille Drífa pour épouse. Au printemps il s'en alla [au loin], mais Drífa est restée, et il promit de revenir dans un délai de trois hivers, mais il ne revint pas au bout de 10 hivers. 

Alors Drífa a fait venir la sorcière Hulð, et envoya Vísbur, leur fils à elle et Vanlandi, en Suède. Drífa paya la sorcière Hulð pour qu'elle fasse venir Vanlandi en Laponie au moyen d'un sortilège, ou sinon en autre possibilité qu'elle le tue. 

Lorsque l'acte de sorcellerie fut accompli, Vanlandi était à Uppsala. Il eut l'envie d'aller en Laponie, mais ses amis et conseillers lui interdirent cela, et dirent qu'il y avait de la magie Same (=laponne) dans son désir. Puis il eu sommeil [pour lui ce fut lourd de sommeil] et il se coucha pour dormir. Après  s'être un peu endormi, il s'est mis à crier et dit qu'une mare [comme dans "cauchemar"] le piétinait. Ses hommes s'approchèrent et voulaient l'aider. Ils lui prirent le haut de la tête, alors elle marcha sur sa jambe jusqu'à ce qu'elle se brise presque. Puis ils lui prirent les pieds, alors elle lui étouffa la tête, jusqu'à ce qu'il meure. Les suédois prirent son cadavre, et il fut incinéré près de la rivière qui s'appelle Skúta. Là furent posées ses stèles.