LANDNÁMABÓK  (Sturlubók)


 

Texte original en entier :
http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm

La traduction entière de ce livre, par M. Régis Boyer, paraîtra prochainement.

Cela raconte l'histoire de la colonisation de l'Islande, aux alentours de l'an 900. Il y habitait alors environs 400 hommes, la plupart venant de Norvège. Ce livre de colonisation raconte donc leurs vies, leurs lieux d'habitation, ainsi que ceux de leurs descendants...
 

FORMÁLI 
 
 

Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur andaðist sjö hundruð þrjátigi og fimm árum eftir holdgan dróttins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Norðmönnum. 
 
 
 

En áður Ísland byggðist af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa; þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli landanna. 
 

FYRSTI HLUTI 
 1. kafli 

Þá er Ísland fannst og byggðist af Noregi, var Adríánus páfi í Róma og Jóhannes eftir hann, sá er hinn fimmti var með því nafni í postuligu sæti, en Hlöðver Hlöðversson keisari fyrir norðan fjall, en Leó og Alexander son hans yfir Miklagarði; þá var Haraldur hárfagri konungur yfir Noregi, en Eiríkur Eymundarson í Svíþjóð og Björn son hans, en Gormur hinn gamli að Danmörk, en Elfráður hinn ríki í Englandi og Játvarður son hans, en Kjarvalur að Dyflinni, Sigurður jarl hinn ríki í Orkneyjum. 
 
 

Svo segja vitrir menn, að úr Noregi frá Staði sé sjö dægra sigling í vestur til Horns á Íslandi austanverðu, en frá Snæfellsnesi, þar er skemmst er, er fjögurra dægra haf í vestur til Grænlands. En svo er sagt, ef siglt er úr Björgyn rétt í vestur til Hvarfsins á Grænlandi, að þá mun siglt vera tylft fyrir sunnan Ísland. Frá Reykjanesi á sunnanverðu Íslandi er fimm dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi (í suður; en frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er) fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn. 
 

Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna sumir til Naddodd víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið. Þeir gengu upp í Austfjörðum á fjall eitt hátt og sáust um víða, ef þeir sæju reyki eða nokkur líkindi til þess, að landið væri byggt, og sáu þeir það ekki. 
 

Þeir fóru aftur um haustið til Færeyja; og er þeir sigldu af landinu, féll snær mikill á fjöll, og fyrir það kölluðu þeir landið Snæland. Þeir lofuðu mjög landið. 
 

Þar heitir nú Reyðarfjall í Austfjörðum, er þeir höfðu að komið. Svo sagði Sæmundur prestur hinn fróði. 
 

Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús. 

Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík. 

Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru. 
 

 2. kafli 

Flóki Vilgerðarson hét maður; hann var víkingur mikill; hann fór að leita Garðarshólms og sigldi þar úr er heitir Flókavarði; þar mætist Hörðaland og Rogaland. Hann fór fyrst til Hjaltlands og lá þar í Flókavogi; þar týndist Geirhildur dóttir hans í Geirhildarvatni. 

Með Flóka var á skipi bóndi sá, er Þórólfur hét, annar Herjólfur. Faxi hét suðureyskur maður, er þar var á skipi. 
 

Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. 
 

En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: "Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór". 
 

Síðan er það kallaður Faxaóss. 
 

Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð og tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið. 
 

Þeir Flóki ætluðu brutt um sumarið og urðu búnir litlu fyrir vetur. Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og þar á Herjólf; hann tók þar sem nú heitir Herjólfshöfn. Flóki var um veturinn í Borgarfirði, og fundu þeir Herjólf. Þeir sigldu um sumarið eftir til Noregs. 
 

Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið; því var hann kallaður Þórólfur smjör. 
 

 3. kafli 

Björnólfur hét maður, en annar Hróaldur; þeir voru synir Hrómundar Gripssonar; þeir fóru af Þelamörk fyrir víga sakir og staðfestust í Dalsfirði á Fjölum. Sonur Björnólfs var Örn, faðir þeirra Ingólfs og Helgu, en Hróalds son var Hróðmar, faðir Leifs. 

Þeir Ingólfur og Leifur fóstbræður fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, og er þeir komu heim, mæltu þeir til samfara með sér annað sumar. 

En um veturinn gerðu þeir fóstbræður veislu sonum jarlsins. Að þeirri veislu strengdi Hólmsteinn heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, en Leifur roðnaði á að sjá, og varð fátt um með þeim Hólmsteini, er þeir skildu þar að boðinu. 

 

Prélude 

Dans ce livre de la marche du temps [=Deratione Temporum ; de la mesure du temps] que fit le saint prêtre Bede [le vénérable], il est mentionné cette île qui s'appelle Thule et dans le livre il est dit qu'elle est à six jours de navigation [à voile] vers le Nord depuis le pays de Galles ; il dit que le jour ne vient pas en l'hiver et qu'il n'y a pas de nuit en été lorsque le jour est au plus long. Les sages [ceux qui savent] pensent que c'est l'Islande qui est appelée Thulé pour la raison qu'en divers lieux du pays le soleil  brille durant la nuit lorsque le jour est au plus long, alors que certains jours le soleil ne se voit pas lorsque la nuit est la plus longue. Et le prêtre Bede rendit l'âme 735 années après l'incarnation de notre seigneur, tel qu'il est écrit, et plus d'une centaine d'année avant que l'Islande fût habitée par les hommes du Nord [Norvégiens]

Mais avant que l'Islande fût habitée par la Norvège, il y avait là ce que les Norvégiens appellent Papar. Ils étaient chrétiens, et on pense qu'ils venaient des îles britanniques [de l'ouest de la mer], parce que l'on a trouvé après eux des livres irlandais, des clochettes et des crosses et beaucoup d'autres choses qui laissent à penser qu'ils étaient hommes de l'Ouest [c'est à dire Irlandais, du point de vue norvégien]. Il est aussi mentionné dans des livres anglais que dans ce temps il y avait des voyages entre les pays [c-à-d. ceux déjà mentionnés]

Quand l'Islande fut découverte et colonisée par la Norvège, Adrien était pape à Rome, suivi de Johannes - le 5ème de ce nom dans le siège apostolique - et Hlöðver Hlöðversson empereur pour les montagnes du nord [c'est à dire l'Allemagne], tandis que Léon et Alexandre son fils régnaient sur Constantinople ; Harald à la belle chevelure était roi de Norvège, Eirik Eymundarson et Björn son fils l'étaient en Suède, et Gorm le vieux au Danemark, tandis que Alfred le Grand [le Puissant] et son fils Edward régnaient en Angleterre, Kjarval à Dublin, et le jarl Sigurd le puissant dans les Orcades.

Ainsi les hommes savants disaient qu'en venant de Norvège, depuis Staðr, il y a sept jours de voile vers Horns en Islande de l'Est, mais depuis Snæfellsnesr ["le cap de la montagne des neiges"], là où c'est la plus court, il y a quatre jours de mer à l'Ouest vers le Groenland. On dit que si on navigue depuis Bergen plein ouest jusqu'au Hvarf au Groenland, on naviguera une douzaine au sud de l'Islande. Depuis Reykianes dans le sud de l'Islande il y a cinq journées de mer jusqu'au Jölduhlaup ["le saut de la jument"] en Irlande (qui est au sud et depuis Langanesi dans le nord de l'Islande) il y a quatre journées de mer au nord vers les Spitzberg au fond ["aux confins"] de la mer.

On dit que les hommes devaient aller de Norvège jusqu'aux Féroes ; certains mentionnent pour cela Naddodd le viking ; mais ils dérivèrent vers l'ouest [ils furent chassés par la tempête] et découvrirent une grande île. Ils montèrent dans les fjords de l'est sur une haute montagne et regardèrent alentours ["largement"] s'ils voyaient de la fumée ou quelques vraisemblance que ce pays fût habité, et ils ne le virent pas. 

Ils revinrent en automne aux îles Féroës. Alors qu'ils naviguaient en partant du pays, une grande neige tomba sur la montagne, alors ils appelèrent ce pays Snæland ["pays de neige"]. Il louèrent fort ce pays. 

Cela s'appelle maintenant Reyðarfjall dans les fjords de l'est, là où ils avaient débarqué. Ainsi racontait le prêtre Sæmundr le savant.

Il y avait un homme qui s'appelait Garðar Svavarsson, suédois d'origine ; il partit à la recherche du Snæland sur les indications de sa mère qui était devineresse.  /.../
Garðar cingla autour du pays et sut que c'était un pays insulaire. Il fut pendant l'hiver au nord dans Húsavík [=la baie de la ferme (pt bâtiment en tourbe)] et fit là des maisons. 

Au printemps quand il fut équipé pour la mer un homme, nommé Náttfari, le quitta du bateau, ainsi qu'un esclave et une serve. Il bâtit là par la suite l'endroit qui s'appelle Náttfaravík.

Garðar alla alors en Norvège et loua beaucoup le pays. Il fut le père de Uni, père de Hróarr le godi [= responsable des rites] de Tunga. Après cela le pays fut appelé Garðarshólmr [îlot de Garðar] et il y avait une forêt entre la montagne et le rivage.

Il y avait un homme qui s'appelait Flóki Vilgerðarson [Vilgerðar étant un prénom féminin, les parents ont dû se séparer...] ; c'était un grand viking ; il s'en alla à la recherche de Garðarshólmr et parti de l'endroit qui s'appelle Flókavarði [= balise de Flóki] ; là où se rencontrent le Hordaland et le Rogaland [ c'est en Norvège].

Il alla d'abors dans les Hébrides et mouilla là dans la baie de Flóki ; Là se noya Geirhildr sa fille dans le lac de Geirhildr. 

Avec Flóki il y avait sur le bateau ce bondi [paysan-pêcheur -chasseur au rang élevé] qui s'appelait Th, et un autre, H. .Il y avait un homme des Shetlands sur le bateau qui s'appelait Faxi [crinière]
Flóki avait emmené en mer trois corbeaux avec lui, et quand il a lâché le premier, celui-ce est revenu sur la proue ; un second vola dans les airs et revint au bateau ; le troisième vola de l'avant vers l'étrave et vola dans cette direction et ils découvrirent ce pays. Ils arrivèrent à l'est du Horn [pointe] et voguèrent au sud du pays. Mais lorsqu'ils cinglèrent vers l'ouest autours de Reykianes et que le fjord s'ouvrit, de sorte qu'ils virent "le cap du mont des neiges", alors Faxi dit à ce sujet : "Cela doit être un grand pays que nous avons découvert. Ici il y a de grandes chutes d'eaux". 
Depuis cela fut appelé  Faxaóss [estuaire de Faxi]

Flóki et les siens cinglèrent vers l'ouest et atterrirent à l'endroit qui s'appelle Vatnsfjörðr près de Barðaströnd. Ce fjord était alors plein de poissons ["choses à prendre"] et à cause de la pêche ils ne prirent pas soin de faire les foins, et tout le bétail sur pied mourut cet hiver-là. Le printemps fut plutôt froid. Alors Flóki monta sur une haute montagne et vit vers le nord au-delà des montagnes un fjord plein de blocs de glaces ["glaces de la mer"] ; alors ils appelèrent ce pays Island, comme il s'est nommé par la suite.

Flóki et ses hommes avaient l'intention de s'en aller en été et ils furent prêts un peu avant l'hiver. Ils n'arrivèrent pas à quitter le Reykjanes ["Cela ne mordit pas (la voile) pour eux..."] et la chaloupe se détacha d'eux et dedant il y avait Herjólf ; il atterrit à l'endroit qui s'appelle maintenant Herjólfshöfn. Flóki passa l'hiver dans le Borgafjord, et ils trouvèrent là Herjólf. Ils cinglèrent l'été suivant vers la Norvège.

Et lorsque l'on s'enquit de ce pays, Flóki en dit du mal, tandis que Herjólfur le bon et le mauvais, et Þórólfur dit que le beurre dégouttait de chaque brin d'herbe dans ce pays qu'ils avaient découvert. Aussi il fut appelé Þórólfur au beurre.
 
 
 
 
 
 
 

 


 
< retour