HALLFREÐAR  SAGA
VANDRÆÐASKÁLDS
(Úr Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu)

Texte original en entier :
 http://www.snerpa.is/net/isl/hallfr2.htm

Le texte (islandais) que j'ai chez moi présente des dissemblances assez grandes avec celui-ci, il y a des phrases en moins, ou en plus, des changements de mots, des changements dans l'ordre du texte....
Je pense donc laisser la traduction que j'ai de mon texte, pour au moins donner le sens général. Je n'ai pas le temps ni les capacités pour vouloir réadapter l'autre version du texte.

Il existe une traduction anglaise de la saga :
Whale, Diana, trans. "The Saga of Hallfred the Troublesome Poet (Hallfredar Saga Vandraedaskalds)", General Editor Viðar Hreinsson,in The Complete Sagas of Icelanders, Vol. I Reykjavik : Leifur Eiríksson Publishing, 1998.

Ce texte fait partie de la saga des Islandais. Le poète (scalde) vit à la frontière du paganisme et du christianisme.
Le début décrit tous les personnages sur plusieurs générations.
 

1. kapítuli

 Á ofanverðum dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra bjó sá maður norður á Hálogalandi í eyju þeirri er Ylfi hét er nefndur er Þorvaldur og var kallaður skiljandi. Hann átti þá konu er Þorgerður hét og var Hallfreðardóttir. Galti hét bróðir hennar. Hann var ríkur maður og bjó í Sogni. Þorvaldur skiljandi átti tvo sonu. Hét annar Óttar. Annar hét Þorkell silfri og var hann eigi skilgetinn. 

Ingjaldur hét maður er þar bjó í eyjunni Ylfi. Ávaldi hét son hans. Ingjaldur var vin Þorvalds og var Óttar að fóstri með Ingjaldi. Voru þeir Óttar og Ávaldi mjög jafn gamlir og gerðust þeir brátt fóstbræður. 

Maður er nefndur Sokki. Hann var hinn mesti víkingur og illgerðamaður og fór víða með rán og hernað. Sokki kom á einu sumri til eyjarinnar Ylfi. Hann gekk upp um nótt á eyna með lið sitt og kom til bæjar Þorvalds á óvart svo að allir menn voru fyrir í svefni. 
             /.../

II. kapítuli

/../
Þeim Óttari byrjaði vel. Komu þeir skipi sínu fyrir norðan land í Blönduósi. Áður voru þar numin lönd. Óttar keypti land í Grímstungu í Vatnsdal að þeim manni er Einar hét og gaf við kaupskipið. Setti Óttar þar bú saman. Ávaldi var hinn fyrsta vetur með Óttari. 
  Hann var kallaður Ávaldi skegg. En um vorið keypti hann land að Hnjúki í Vatnsdal og fékk þeirrar konu er Hildur hét. Hún var dóttir Eyvindar sörkvis. Þeirra dóttir hét Kolfinna. Hún var væn kona og ofláti mikill. 

  Ólafur hét maður er bjó að Haukagili. Ólafur var maður auðigur og vinsæll. Kona hans hét Þórhalla dóttir Ævars hins gamla úr Langadal. Dóttir þeirra Ólafs og Þórhöllu hét Ásdís. Hennar bað Óttar í Grímstungu og fékk með miklum peningum. Þau gátu son er hét Hallfreður. Hann var kallaður eftir móðurföður Óttars. Annar son Óttars hét Galti. 
  Valgerður hét dóttir þeirra Óttars og Ásdísar. Hún var kvenna fríðust sýnum þeirra er þá voru í Vatnsdal. 

  Ólafur að Haukagili fóstraði Hallfreð dótturson sinn. Var hann þar vel haldinn. 
  Hallfreður var snemmendis mikill og styrkur að afli, karlmannlegur að allri skapan, nokkuð skolbrúnn og nefljótur en þó vel farið andlitssköpunum, jarpur á hár og fór vel hárið. Hann þótti heldur margbreytinn þegar hann var nokkuð þroskaður. Skáld var hann þegar á unga aldri og allníðskár. Ekki var hann mjög vinsæll. 
 
 









/../

(cette portion de texte se trouve au chapitre 4, dans ma version)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

   Þá var Hallfreður nær tvítugur er hann lagði hug á Kolfinnu dóttur Ávalda skeggs. 
  Ávalda var lítið um að Hallfreður glepti dóttur hans en hann vildi gifta honum Kolfinnu. 
  Hallfreður vildi eigi kvongast. 

  Þá bjó á Mársstöðum Már son Jörundar háls. Hann var vinur Ávalda skeggs. Ávaldi fór að finna Má og sagði honum hvern ójafnað Hallfreður gerði honum. 

  Már svarar: "Hér eru skjót úrræði til. Eg skal fá mann til að biðja Kolfinnu dóttur þinnar. 
  Maður heitir Grís og er Sæmingsson. Hann býr út í Langadal fyrir Geitaskarði. Hann er vinur minn. Grís er maður auðigur og vinsæll. Hann hefir farið vel, verið allt út í Miklagarð og fengið þar mikla sæmd af stólkonunginum." 

  Fór þá Ávaldi heim en Már sendi orð Grís vin sínum. Kom hann á Mársstaði. 

  En er þeir Már tóku tal saman þá mælti Már: "Ráð ætla eg að gera fyrir þér að þú skalt biðja Kolfinnu dóttur Ávalda skeggs. Er sá kostur bestur, kona fríð en fé skortir eigi." 

  Grís játar þessu og ríða þeir Már til Ávalda við sjöunda mann. Ávaldi fagnaði þeim vel. 
  Gengu þeir allir inn með bónda en settu úti spjót sín. Grís átti gullrekið spjót. Þeir tóku tal sitt og flutti Már bónorðið fyrir hönd Gríss. Ávaldi tók því vel, kvaðst þar vilja hlíta ráðum Más "og ef konunum líst svo sem mér þá mun honum eigi frá vísað." 

Lauk svo þeim málum að Kolfinna var föstnuð Grísi. 

 En meðan þeir sátu inni að þessum málum kom Hallfreður á bæinn við annan mann. En er þeir sáu spjótin úti mælti Hallfreður til síns förunauts: "Komnir munu hér vera menn nokkurir um langan veg. Gæt þú hesta okkarra en eg mun ganga til dyngju Kolfinnu." 

 En er þau fundust spurði hann hvað komið væri "en eigi mun þurfa að spyrja að," segir hann, "maður mun kominn að biðja þín. En ekki trúi eg að það verði vel svo búið." 

 Kolfinna svarar: "Lát þú þá fyrir sjá er ráða eigu." 

 "Það ráð skal eigi hafa," segir hann, "þó að þér þyki biðill þinn nú þegar betri en eg." 

 Gengu þau Hallfreður þá út og setti hann Kolfinnu í kné sér hjá dyngjuvegginum. Í því komu menn út. Grís var augdapur. 

 Hann mælti: "Hverjir eru þessir menn er svo talast við blíðlega?" 

 Ávaldi svarar: "Þar er Hallfreður Óttarsson og Kolfinna dóttir mín." 

 Grís mælti: "Er þessu vant?" 

 "Oft ber svo að," segir Ávaldi, "en þú átt nú af að ráða þessi vandræði er hún er þín festarkona." 

 Grís mælti: "Svo virði eg að þetta sé gert til glettni við mig." 

 Þá mælti Hallfreður: "Vita skaltu það Grís að þú skalt hafa minn fjandskap fullkominn ef þú ætlar þér þenna ráðahag." 

 Már svarar: "Engis virði eg orð þín hér um því að þau munu engis metin um þetta og mun Ávaldi ráða eiga dóttur sinni." 

 Þá kvað Hallfreður vísu: 

          Svo nökkvi verðr sökkvis 
          sannargs troga margra 
          ægilegs fyrir augum 
          allheiðins mér reiði 
          sem ólítill úti 
          alls mest við för gesta, 
          stæri eg brag, fyrir búri 
          búrhundur gamall stúri.

 "Og hirði eg ekki, Blót-Már, hvað þú leggur til." 

 Már mælti: "Það skal þér grimmu gjalda ef þú flimtir mig." 

 Hallfreður svarar: "Eg mun ráða orðum mínum." 

 Reið hann þá í brott og förunautur hans. Már sagði að eigi mátti svo búið standa og bað þá ríða eftir Hallfreði. Þeir gerðu svo. Fékk Ávaldi þeim tvo menn og voru þeir þá saman níu. 

 Hallfreður átti heima að Haukagili. Ólaf fóstra hans grunaði um ferðir þeirra Márs og Gríss.
 Sendi hann þegar til Óttars og lét segja honum allan málavöxt að Hallfreður mundi þurfa manna við. Óttar brá við þegar er honum komu orð. Bjó hann sig og alla þá menn er hann fékk. En er hann kom til Haukagils þá var Ólafur vopnaður og kominn á hest og allir húskarlar hans. 

 3. kafli

 Nú er að segja frá Hallfreði. Þeir ríða tveir undan en níu eftir. 

 En er hvorir sáu aðra þá mælti Hallfreður: "Eftirför er okkur veitt og skulum við aldrei lengur láta eltast." 

 Þeir voru þá komnir hjá holti nokkuru. Mælti Hallfreður að þeir skyldu þar við búast. Þeir Grís komu skjótt og sóttu að þeim en þeir vörðust vel og drengilega. En þó kom að því sem mælt er að ekki má við margnum. Lauk svo að þeir voru báðir handteknir og bundnir. 

 Var það mjög jafnskjótt að þeir Grís voru á bak komnir og hann mælti: "Menn ríða hér að oss og munu vera eigi færri saman en þrír tigir. Má vera að sigurinn verði ekki langær." 

 Riðu þeir þá mikinn undan og leituðu sér vígis. Þeir námu staðar við götuskarðið er þeir komu yfir Vatnsdalsá. Óttar kom að ánni með þrjá tigu manna. Grís heilsaði Óttari og spurði hvað hann vildi við mannfjölda svo mikinn. 

 Óttar svarar: "Hvar er Hallfreður frændi minn?" 

 Grís mælti: "Bundinn er hann en eigi drepinn og liggur hann undir holti því er vér komum saman." 

 Óttar mælti: "Óvirðulega hafið þér við hann búið þó að sakar væru nokkurar eða viltu Grís unna mér eindæmis um þetta mál?" 

 Grís svarar: "Reyndur ertu að drengskap og vil eg þessu játa." 

 Festu þeir þetta sín í millum og skildust sáttir. Sneri Óttar þá aftur við sína menn. Hann fann þá Hallfreð og leysti þá. 

 Óttar mælti: "Eigi er ferð þessi frændi orðin virðuleg." 

 Hallfreður sannaði það og spurði ef þeir Grís hefðu fundist. Óttar kvað svo vera og sagði hvað að sættum varð með þeim. 

 Hallfreður mælti: "Eigi hirði eg faðir hversu þú gerir um þetta mál ef Grís fær eigi Kolfinnu." 

 "Því skaltu eigi ráða," segir Óttar, "hann skal eiga konuna því að hann trúði mér til gerðarinnar. En þú skalt fara utan frændi og leita þér þar meiri sæmdar og heilla." 

 Hallfreður svarar: "Vant er þó að vita hverjir mér eru trúir ef feðurnir bregðast. Mun nú og svo fara að hvorgi okkar mun hafa vel. Skaltu eigi einn ráða hér um því að það skal fyrst að hendi bera þegar eg finn Grís að eg skal bjóða honum hólmgöngu." 

 Síðan skilja þeir feðgar tal sitt. Ríður Óttar heim í Grímstungu en Hallfreður til Haukagils með Ólafi. 

 Fám dögum síðar sendir Ólafur orð Óttari mági sínum að hann skuli bregða ráðahag með þeim Grís og Kolfinnu, segir ellegar vera vandræða vant við skaplyndi Hallfreðar. En þeim Ólafi og Hallfreði koma þau orð að hann vill þeim um ekki vera bágráður ef hann má um mæla. Var þeim það og sagt með að Óttar var sjúkur mjög og bað Hallfreð sem skjótast koma til sín því að Óttar vill skipa til um fjárfar sitt áður hann láti af berast. Hallfreður fór þegar að finna föður sinn er hann spurði vanmátt hans. En er hann kom í Grímstungu var Óttar sóttlaus og lét þegar taka Hallfreð höndum og setja í fjötur. 

 Þá mælti Óttar: "Nú eru tveir kostir til Hallfreður, að sitja hér í fjötri eða láta mig einn öllu ráða fyrir þína hönd." 

 Hallfreður svarar: "Eigi hefir þú þó í tveim höndum við mig um fjandskapinn. Nú muntu heldur ráða hljóta en eg sitji hér í fjötrum og pínu." 

 Voru þá látnir fjötrar af Hallfreði. 

 Grís gekk að eiga Kolfinnu og fór hún til bús með honum og varð hún honum lítt unnandi. 

 Ólafur að Haukagili fýsti Hallfreð frænda sinn og fóstra að fara utan. Hét hann að fá honum fé svo að hann væri vel sæmdur að fara með öðrum mönnum. Óttar faðir hans talaði og slíkt hið sama. Hann lauk og upp gerð um mál þeirra Gríss að Grís skyldi gjalda hálft hundrað silfurs, Hallfreður skyldi fara utan. 

 Hann vildi ekki hafa fé það og mælti til þeirra föður síns og Ólafs: "Sé eg ástráð ykkur við mig. Nú er það líkast að þið ráðið þessu að sinni er þið leggið svo mikið kapp á að eg fari utan. En svo segir mér hugur um að löng verði vandkvæði vor Gríss." 

 Fór Hallfreður þá til skips í Hvítá og utan um sumarið. 


4. kafli

 Í þann tíma bjó að Hofi í Vatnsdal Þorsteinn Ingimundarson. Hann var höfðingi mikill, vitur maður, góðgjarn og vinsæll. Ingólfur hét son hans en annar Guðbrandur. Ingólfur var vænstur maður í þeim sveitum. Um hann var þetta kveðið: 

Allar vildu meyjar 
með Ingólfi ganga 
þær er vaxnar voru, 
vesöl kvaðst hún æ til lítil. 
Svo vil eg og, kvað kerling, 
með Ingólfi ganga 
meðan mér tvær um tolla 
tenn í efra gómi. 
Ingólfur vandi komur sínar í Grímstungur og átti tal við Valgerði Óttarsdóttur systur Hallfreðar. Óttar vandaði um við Ingólf og bað hann létta af komum. Ingólfur svaraði glettilega, kvað svo skipaðan Vatnsdal að byggðum að hann mundi sjálfráður ferða sinna og gerist ekki að. Þá fór Óttar á fund Þorsteins og bað hann leggja til við son sinn að hann gerði mönnum eigi skapraunir. Þorsteinn svaraði vel og kvað svo vera skyldu. 

Litlu síðar kom Þorsteinn að máli við Ingólf og bað hann létta af tali við Valgerði dóttur Óttars bónda. 

Ingólfur svarar: "Það skal eg víst gera fyrir þín orð faðir." 

Lét hann þá fyrst í stað af komum í Grímstungur. En hann tók þá að yrkja mansöngsdrápu um Valgerði. Óttar reiddist því mjög. Fór hann þá enn að hitta Þorstein og sagði sér í þessu leitað mikillar ósæmdar. 

"Nú vil eg," segir hann, "að þú leyfir mér að stefna Ingólfi því að eg nenni eigi að kyrrt sé og spurt munuð þér það hafa að eg hefi eigi setið mönnum skammir og skapraunir." 

Þorsteinn svarar: "Eigi mun eg banna þér að stefna Ingólfi syni mínum því að þú talar það eigi fjarri réttu, en meðallagi er þér það ráðlegt við skaplyndi frænda vorra." 

Jökull Ingimundarson var staddur við þessa ræðu, bróðir Þorsteins. Hann brást við reiður og mælti til Óttars: "Heyr á endemi," segir hann, "að þú munir fara málum á hendur oss frændum hér í sveit og skal þér það skjótt að illu verða." 

Síðan bauð Þorsteinn að gera um mál þeirra á Húnavatnsþingi og því játaði Óttar við bæn og ráð vina sinna. 

Þá mælti Þorsteinn: "Skjót er gerð mín hversu sem yður líkar. Eg geri til handa Óttari fyrir drápumálið hálft hundrað silfurs. En Óttar skal selja jarðir sínar og ráðast í brottu héðan úr sveit." 

Óttari þótti sér boðinn í þessu hinn mesti ójafnaður. En Þorsteinn sagðist hafa eigi síður séð fyrir hans kosti í slíku við skaplyndi hvorratveggju. Óttar fór þá suður um heiði og bjó í Norðurárdal þar sem heitir á Óttarsstöðum. 

Þá hafði Hallfreður son hans áður um sumarið farið utan í Hvítá. Greiddist hans ferð vel og kom við Noreg. Þá réð Noregi Hákon jarl Sigurðarson. Hallfreður sótti brátt á fund jarls og kvaddi hann. Jarl tók því vel og spurði hver hann væri. 

Hallfreður nefndi sig og sagðist vera íslenskur maður "en erindi mitt er það herra," segir hann, "að eg hefi ort kvæði um yður og vildi eg fá hljóð að flytja." 

Jarl svarar: "Líklegur ertu til að vera maður höfðingjadjarfur og skal hlýða kvæði þínu." 

Hallfreður flutti kvæðið skörulega og var það drápa. Jarl þakkaði honum og gaf honum klæði góð og mikla öxi silfurrekna og bauð honum með sér að vera um veturinn. Það þá Hallfreður. 

En um sumarið eftir fór hann út til Íslands og kom fyrir sunnan land. Þá hafði faðir hans farið norðan um vorið. Var Hallfreður með honum um veturinn. Var Hallfreður þá í siglingum nokkur sumur og kom aldrei fyrir norðan land. Gerðist hann þá auðigur og átti kaupskipið. 

Á einu sumri er Hallfreður kom af Íslandi lá hann við Agðanes. En er hann hitti menn að máli var honum sagt að höfðingjaskipti var orðið í Noregi. Var Hákon jarl dauður en til ríkis kominn Ólafur konungur Tryggvason. Það var og sagt með að Ólafur konungur bauð öllum mönnum kristni. Þetta þótti Hallfreði allt saman mikil tíðindi. Urðu skipverjar allir á það sáttir að þeir skyldu heita á guðin til þess að þeim gæfi byr að sigla brottu af Noregi nokkur til heiðinna landa. Svo var heitið stofnað að þeir skyldu gefa fé og þriggja sálda öl Frey ef þeim gæfi til Svíþjóðar en Þór eða Óðni ef þá bæri aftur til Íslands. Þeim gaf eigi á brottu, urðu þá um síðir að sigla inn á fjörðinn. Lögðu þeir þá til hafnar og náðu eigi sjálfu læginu því að þar lágu fyrir langskip mörg. Um nóttina gerði á storm veðurs af hafi en þeir lágu á svæðinu. Höfðu þeir þá strengjaraun mikla og akkera. Þá var enn nóttin skamma stund myrk. 

En þegar er lýsti af degi mælti einn af langskipamönnum: "Þessir menn á kaupskipinu eru komnir háskasamlega því að þeir liggja þar er mest stendur á veðrið og dugum vel til að hjálpa þeim." 

Gengu þá þrír tigir manna á eitt skip og reru til þeirra. Einn þeirra sat og stýrði. Sá var í úlpu grænni og mikill vexti. Þeir komu að kaupskipinu. 

Þá mælti sá er stýrði til kaupmanna: "Þér eruð staddir ekki vel því að stormur er á en hér fyrir óhreint og skerjótt og skulum vér greiða ferð yðra." 

Hallfreður mælti: "Hvað heitir þú?" 

Hann svarar: "Eg heiti nú Akkerisfrakki." 

En í því er þeir töluðust þetta við þá brast einn akkerisstrengurinn og gekk í sundur. Úlpumaðurinn fleygði sér þegar útbyrðis og gat gripið strenginn í niðurdrættinum og bar upp í skip. 

Þá er strengurinn brast kvað Hallfreður þetta: 

Færum festar vorar, 
ferr særoka að knerri. 
Svörð tekr heldr að herða. 
Hvar er Akkerisfrakki? 
Úlpumaðurinn var þá upp kominn í skip sitt og svaraði svo: 
Enn í úlpu grænni 
eg fékk dreng til strengja 
þann er hnakkmiðum hnykkir. 
Hér er Akkerisfrakki. 
"Ef þú vilt það vita," sagði hann. 

Voru þá dregin upp grunnfæri þeirra. Reru þessir fyrir kaupskipinu og fluttu þá í gott lægi. En eigi vissu kaupmenn hver þessi var úlpumaðurinn. Var þeim þá sagt litlu síðar að þar hafði verið Ólafur konungur. 

Var konungur þá kominn að norðan er hann hafði ætlað norður á Hálogaland sem áður er getið. Lagði konungur þá skipum sínum til Niðaróss. Dvaldist hann þar en var stundum á Hlöðum með hirðsveitir sínar. Hallfreður hélt og skipi sínu til Niðaróss. 
 

5. kafli
 
 
 

 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

/.../
Óttar et ses compagnons arrivèrent à Blönduós dans le nord du pays, et toutes les terres là étaient occupées. Óttar acheta une terre à Grímstungr dans le Vatndal (vallée du lac) à cet homme qui s'appelle Einar et lui donna en échange le (son) bateau de commerce. Óttar érigea une ferme. Ávaldi était avec Óttar au cours du premier hiver. Au printemps il acheta une terre à Knjúkr dans la vallée du lac. Il se prit cette femme qui s'appelait Hildr, la fille de Eyvindr sörkvis. Leur fille s'appela Kolfinna. C'était une belle femme, et très fière. 

Il y avait un homme qui s'appelait Olaf et habitait à Haukagil ; c'était un homme riche et il avait une femme qui s'appelait Thorhalla et était la fille de Aevars le vieux. Leur fille s'appelait Aldis et était femme de belle prestance [énergique] ; Óttar la demanda en mariage et l'obtint avec une grosse dot ; leur fils s'appelait Hallfreðr, tandis qu'un autre s'appelait Galti ; leur fille se prénommait Valgerðr et était la plus belle de toutes les femmes. 

Olaf de Haukagil éleva Hallfreðr et il fut bien soigné là.
Il fut de bonne heure puissant et fort, viril et à la peau un peu foncée et le nez assez laid, la chevelure roux foncée et qui allait bien ; il était bon poète et avait des penchants à faire de la poésie diffamatoire et à être instable ; il n'était pas très populaire.

Þorsteinn Ingimundarson était alors le chef à Vatnsdal. Il habitait à Hof et était considéré comme l'homme le plus important des régions ; il était populaire et homme heureux en chance. Ingólf et Guðbrandr étaient ses fils. Ingólf était le plus beau dans le nord du pays ; à propos de lui fut fait ce poème :

Toutes les jeunes filles 
voulaient aller avec Ingólfr,
celles qui étaient grandes ;
celles qui étaient trop petites se trouvaient misérables.
"J'irai aussi avec Ingólfr"
dit la vieille femme
"tant que j'aurai encore deux dents
dans les gencives supérieures."

La fête d'automne était préparée à Grímstungr, ainsi que des jeux de balle. Ingólfr vint pour le jeu, et avec lui beaucoup d'hommes du bas de la vallée. Le temps était beau, et des femmes étaient assises dehors et regardaient le jeu. Valgerðr Óttardóttir était assise sur la pente un peu à l'écart avec des femmes à côté d'elle. Ingólfr était aux jeux, et la balle vola vers là [vers Valgerðr]. Valgerðr prit le ballon et le fit passer sous sa cape et pria celui qui l'avait lancé de venir le chercher. C'était Ingólfr qui l'avait lancé ; il demanda de continuer à jouer, s'assit près de Valgerðr et parla avec elle le reste de cette journée.

Puis le jeux fut arrêté, et ceux qui n'étaient pas invités rentrèrent chez eux. Ingólfr prit l'habitude par la suite d'aller à Grímstungr pour parler avec Valgerðr. Óttar engagea la conversation avec Ingólfr et dit : "Je n'aime pas tes allées et venues ici, et tu as sans doute entendu parler que nous ne supportons pas la contrariété ou la honte ; tu pourras te marier avec elle si tu veux." Il [Ingólfr] dit qu'il décidait lui-même de ses déplacements, quoi qu'en dise Óttar ; il prétendit que la vallée était peuplée de telle manière que l'on ne pouvait forcer un homme à obéir à qui que ce soit.
Plus tard Óttar rencontra Þorsteinn et lui demanda de tenir son fils de telle façon qu'il n'apporte pas le déshonneur sur lui, - parce que tu es un homme sage et bienveillant". Þorsteinn  dit : "Bien sûr qu'il agit contre ma volonté, et je promets de lui en parler." et il se séparèrent sur cela. Þorsteinn parla à Ingolfr : "Vous avez une autre façon d'agir que nous avions dans notre jeune âge, vous faites les imbéciles, toi qui êtes la matière de chef ; arrête ces discussions avec la fille du paysan Óttar." Ingolfr dit que par la suite les choses s'amélioreront et il arrêta ses allées et venues pour commencer. Ensuite Ingolfr composa une chanson d'amour à propos de Valgerði. Óttarr se fâcha très fortement ; il alla de nouveau trouver Þorsteinn et dit qu'on lui cherchait une grande contrariété ; - "Maintenant je demande que tu me permettes d'intenter un procès contre ton fils, je ne veux pas laisser passer cela." Þorsteinn dit : "C'est moyennement à conseiller, mais je ne veux pas te l'interdire". Alors Jökull, le frère de Þorsteinn parla, car il était présent : "ça alors ! Tu intenterais un procès contre la famille, dans cette région ; tu auras des problèmes." Jökull habitait en haut à Tung à Vatnsdal. Þorsteinn montra encore sa bonne volonté et mit les hommes avec eux au parlement de Hunavatn, et proposa d'être garant de son fils. Þorsteinn demanda qu'Óttar accepte qu'il juge l'affaire et ce qui était entre eux ; on encouragea Óttar à accepter, et cela fut un accord, que seul Þorsteinn ferait l'arbitrage. Þorsteinn parla ensuite : "Ma parole sera rapide ; je prendrai en considération les deux parties, que cela vous plaise ou pas ; je désire une demi centaine d'argent pour le compte d'Óttar, mais il doit vendre ses terres et s'en aller de cette région." Óttar dit qu'il ne s'attendait pas à ce qu'on lui fasse une telle injustice. 
 

/.../
 
 
 
 
 

4ème chapitre :

Maintenant Már envoie un mot à Gríss, et il arrive à Másstað. Már dit : "Je projette un mariage pour toi, tu vas demander Kolfinna, la fille d'Ávaldi ; là ne manque pas l'argent, et elle est un bon parti." Alors Már, ses hommes et Gríss arrivèrent chez Ávaldi et ils étaient sept ensemble. Ils posèrent les lances dehors. Gríss avait une lance incrustée d'or. Puis ils s'assirent pour les affaires, et Már prit la parole pour le compte de Gríss. Ávaldi dit que Már prendrait le soin de s'en occuper "si cela vous plaît, et vous ne serez pas éconduit". 
 

A ce moment-là Hallfreðr et son compagnon de route vinrent et virent les lances. Hallfreðr dit : "Quelques hommes sont sans doute venus ici par un long chemin, occupe-toi de surveiller nos chevaux, et j'irai dans la chambre de femme de Kolfinna" ; et ainsi fut fait. Il s'assit à côté d'elle et demanda ce qui s'était passé. - "je n'ai aucun plaisir à leur venue ici, parce qu'ils vont te demander en mariage, et je crois que cela ne sera pas bien [?que cet homme n'est pas de valeur?]".

Kolfinna dit : "Laisse ceux qui doivent décider s'en occuper. 

Il dit : "je vois que tu trouves déjà que ton prétendant est mieux que moi." Hallfreðr la prend sur ses genoux dehors près du mur du gynécée et lui parla de telle façon que ceux qui sortaient pouvaient voir. Il la tire vers lui, et quelques baisers isolés se produisent. Puis Gríss et ses compagnons sortirent. Il dit : "Qui sont ces gens, qui sont assis près du mur du gynécée et se comportent de façon si familière ?"
Gríss voyait assez mal, les yeux lui piquaient [il avait sûrement une maladie des yeux].

Ávaldi dit : "Hallfreðr est là, ainsi que Kolfinna, ma fille." Gríss demanda : "Est-ce dans leur habitude ?" "Cela arrive souvent" dit Ávaldi, "c'est maintenant à toi de te débarrasser de ce problème, elle est ta fiancée". Gríss dit : " C'est évident qu'il veut être mauvais avec moi, ceci est une provocation."
 
 
 

Alors Gríss et ses compagnons allèrent vers leurs chevaux. Hallfreðr dit alors : "Saches, Gríss, que tu auras mon inimitié, si tu te destines à ce mariage". Már dit : "Tes paroles n'auront aucune valeur, Hallfreðr, dans ceci, et Ávaldi aura le droit de marier sa fille. Alors Hallfreðr déclama ce poème :

/.../
 
 

"Et je ne m'occupe pas, Már le sacrificateur [le païen]," dit Hallfreðr, "de ce que tu dis". Már dit que s'il l'injuriait, il allait réagir durement. Hallfreðr dit qu'il décidait de ses paroles. Il déclama cette strophe :

/.../
 
 
 

Hallfreðr entama alors sa chevauchée et il était en colère. Már dit alors : "Chevauchons derrière eux". - et ainsi font-ils et ils étaient neufs en tout ; Ávaldi leur donna deux hommes.
 
 
 
 
 

Ólaf, le père nourricier d'Hallfreðr, avait des soupçons concernant le voyage de Gríss et Már. Il envoya chercher aussitôt Óttar, et lorsqu'ils se rencontrèrent, Ólaf lui dit qu'Hallfreðr avait sans doute besoin d'hommes.
 
 
 
 
 
 

En ce qui concerne Hallfreðr, ils chevauchaient deux devant, et neuf derrières. Hallfreðr voit la poursuite à cheval et dit : "Ne courrons plus devant ["ne fuyons plus"]" Ils étaient arrivés près d'une terre rocheuse. Ils s'installèrent là et arrachèrent des pierres. Puis Gríss et ses hommes arrivèrent sur les lieux et les attaquèrent, mais ils se défendirent très courageusement [ici sûrement ironique], cependant il arriva, comme il est dit, que personne ne peut rien contre le grand nombre, et Hallfreðr et son compagnon furent attachés tous les deux. Gríss dit alors : "des hommes chevauchent ici vers vous et ils ne sont pas moins nombreux que trois dizaines, et il se peut que la victoire ne dure pas."

Gríss et ses hommes firent demi tour et chevauchèrent vite, par dessus la rivière, et il y avait un défilé sur le côteau et une bonne défence ; là ils s'arrêtent. Puis Óttar et ses compagnons arrivèrent à la rivière. Gríss  salua Óttar et demanda ce qu'il voulait. Óttar dit : "Où est Hallfreðr, mon parent ?" Gríss dit :  "Il est attaché, mais il n'est pas tué, près de la colline où nous nous sommes rencontrés." Óttar dit : "Vous l'avez traité de manière peu respectable, m'accordes-tu d'être seul juge dans cette affaire ?"
Gríss dit qu'il estimait fortement ses paroles, et ils se mirent d'accord et se séparèrent sur cela. Óttar chevauche maintenant sur le chemin et trouve Hallfreðr et libère les camarades. Óttar dit : " Ce voyage n'est pas glorieux [ce n'est pas une glorieuse équipée], fils ". Hallfreðr dit que l'on ne pouvait pas s'en vanter "et je me moque, père, comment tu fais ton verdict, si Gríss n'a pas Kolfinna." Óttar dit : "Gríss aura la femme, puisqu'il m'a fait confiance, et toi, fils, tu partiras à l'étranger, et chercheras là plus d'honneur." Hallfreðr dit : "Qui me sera fidèle, si le père failli ? Il arrivera plutôt que je provoquerai Gríss en duel lorsque je le verrai." Maintenant Gríss est rentré à cheval chez lui, et Hallfreðr à Haukagill.
Ólafr trouvait que les choses s'étaient mal passées 

 

Note sur les strophes scaldiques.